Svona losnaði Sigrún við vefjagigt: „Þú heldur örugglega að ég sé klikkuð“

Í dáleiðslu má uppræta sálrænar orsakir sjúkdóma og líkamlegu einkennin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Sigrún Björk læknaðist af astma, ofnæmi og vefjagigt með dáleiðslu. Ingibergur Þorkelsson notar s.k. partameðferð í dáleiðslunni og leitar í undirmeðvitundina til að finna upptök sjúkdóma. 

Ásdís Olsen kynnir sér dáleiðslu í 4. þætti Undir yfirborðið sem er sýndur á Hringbraut annað kvöld. Í þættinum heyrum við ótrúlegar sögur af fólki sem hefur læknast af allskonar sjúkdómum í dáleiðslu. 

Sturla Johnsen heimilislæknir, segist hafa reynslu af því að lækna kvíða og þunglyndi með dáleiðslu og kortlagt 75% bætingu. Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands hefur séð mörg kraftaverk gerast með dáleiðslu og í þættinum sjáum við m.a. þáttastjórnandann fara í dáleiðslu hjá honum og hitta Guð.

„Ég upplifði magnaða hluti í dáleiðslunni. Þú heldur örugglega að ég sé klikkuð og kannski er ég það, en þá er það mjög gott og eftirsóknarvert ástand get ég sagt þér. Mér fannst Guð vera hjá mér og allt upplýst í kringum mig.  Mér fannst ég vera fullkomlega æðrulaus, örugg og óttalaus. Það var eins og egóið mitt gufaði upp og ég fann mig tilheyra, vera hluta af öllu og fann þennan óendanlega kærleika og löngun til að elska og þjóna. Ég fékk skýr skilaboð um að ég mætti sleppa tökunum, ég þyrfti bara að vera í lagi sjálf og með opið hjarta til að halda sambandi opnu við æðri mátt.  Þá yrði ég leidd áfram og allt færi á besta veg,“ segir Ásdís Olsen þáttastjórnandi um reynslu sína af dáleiðslu. 

Ásdís segist hafa farið að kynna mér dáleiðslu þegar núvitundin dugði ekki til að endurforrita hugann.

„Mér fannst vanta aðferð sem færi dýpra, sem gæti losað okkur við afleiðingar áfalla og tengslarofs, gætu hreinsað út vírusana í stýrikerfinu.  Ég er ekki frá því að dáleiðsla sé aðferðin sem ég leitaði að. Ég hafði heyrt að dáleiðsla gæti læknað losað fólk við allskonar fóbíur, eins og ótta við kóngulær og flughræðslu. Það kom hins vegar á óvart að hægt væri að losna við sálrænar afleiðingar áfalla og lækna sjúkdóma. Í þættinum er viðtal við Sigrúnu Björk Benidiktsdóttir leikskólastjóra sem fór í dáleiðslu til að losna við astma og ofnæmi, en losaði sig í leiðinni vefjagigt.“

Undir yfirborðið er sýnt á Hringbraut á miðvikudögum kl. 20 og kemur á Hringbrautarvefinn á fimmtudögum.