Ás­laug arna kynnir ný­breytni hjá sýslu­mönnum: „tíma­bært og til ein­földunar“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vekur athygli á nýbreytni í störfum sýslumanna sem gekk í gildi nú um áramótin. Nú er hægt að nota kreditkort til að greiða hjá embættunum.

Fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að greiða fyrir slíka þjónustu með reiðufé eða debetkorti. Frá og með 1. janúar á þessu ári hefur hins vegar verið hægt að greiða með kreditkorti, í fyrsta skiptið.

Þá má einnig greiða með því að millifæra fjárhæðina sem verið er að greiða inn á reikning viðkomandi embættis. „Tímabært og til einföldunar,“ segir Áslaug Arna á Twitter síðunni sinni.