Árni er einstæður faðir sem missti allt í bruna: Söfnun hrundið af stað - „Það er allt farið. Allt“

Árni er einstæður faðir sem missti allt í bruna: Söfnun hrundið af stað - „Það er allt farið. Allt“

Einstæður faðir missti allt sitt í bruna í Jórufelli fyrir rúmri viku. Íbúðin varð alelda. Þar bjó Árni Gunnlaugsson með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp.

Á Vísi er rætt við Árna sem segir að hann hafi fengið símtal frá elsta drengnum um að eldur væri laus í íbúðinni. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Árni segir:

„Það er allt farið. Allt. Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt.“

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Árna enda erfitt að byrja uppá nýtt með tvær hendur tómar. Systir hans segir við Vísi:

„Staðan hans er eins slæm og hægt er. Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“

Þau sem geta styrkt einstæða föðurinn og drengina þrjá er bent á styrktarreikning sem skráður er á yngsta son fjölskyldunnar.


Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kennitala:  090206-3380

Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.

Nýjast