Árekstur í Hvalfjarðargöngum

Árekstur í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs tveggja bíla í morgun. Tveir hafa verið fluttir á spítala og eru meiðsl annars þeirra minniháttar en óljóst er hversu mikið hinn er slasaður. RÚV.is og Mbl.is greina frá.

Sjúkrabílar frá bæði Reykjavík og Akranesi voru sendir á vettvang.

Töluvart brak úr ökutækjunum er á svæðinu og talsverð olía lak niður í göngin. Á meðan verið er að hreinsa hana upp verða göngin lokuð í óákveðinn tíma. Slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitarfólk af Kjalarnesi eru nú að störfum.

Nýjast