Allir þrá annað en þeir fá: „við bæði grétum og hlógum”

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona eru gestir hjá Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld og ræða sýninguna Vanja frændi.

Vanja frændi, eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs var nýlega frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Linda fór á sýninguna og ræddi við Brynhildi og Unni Ösp, sem leikur eitt aðalhlutverkanna, hina ungu og fögru Jelenu. Leikritið var fyrst frumsýnt í Moskvu fyrir 120 árum síðan.

„Það var ótrúlega snúið að finna rétta leið með Jelönu”, segir Unnur og að hún sé mjög kyngerð: „Það er mikið talað um hvað hún sé falleg og heillandi og gáfuð og það allt saman”, segir hún. VEn þetta er bara venjuleg frústreðuð og pínulítið óhamingjusöm mannsekja sem tekur þarna ranga ákvröðum um að giftast vel upp fyrir sig”. Jelena nær ekki að njóta sín o ger t.d. menntuð í píanóleik sem eiginmaðurinn, prófessorinn vill ekki hlusta á.  „Hún er tónlistamaður sem fær ekki að spila og hún er kynvera sem fær ekkert út úr því að vera með þessum manni“, skýrir Unnur og að Jelena sé að leita að leið út – hún hafi farið leið í lífinu sem hún í raun vildi ekki. Hún vill virðingu þegar mennirnir eru slefandi á eftir henni. „En um leið er hún svolítið sérhlífin, svolítið löt, svolítill dekurrass en hún er líka mjög samúðarfull og maður finnur til með henni“.

Valur Freyr Einarsson leikur Vanja frænda en meðal annarra leikara eru Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Sagan er í stuttu máli þessi: Prófessor nokkur kemur á sveitasetur látinnar eiginkonu sinnar með seinni konu sína, hina ungu og ómótstæðilegu Jelenu. Dóttir prófessorsins af fyrra hjónabandi og Vanja, bróðir fyrri konunnar, hafa lagt á sig ómælda vinnu í gegnum tíðina við að sinna búinu. En nú er prófessorinn orðinn gamall, hefur allt á hornum sér og hyggur á róttækar breytingar. Örvænting og vonleysi heltekur Vanja því átakamikið uppgjör er óumflýjanlegt. 

Þrátt fyrir brostnar vonir og sorg er það stútfullt af húmor. Hér takast á mismunandi viðhorf til lífsins; vellystingar og græðgi á móti umhyggju fyrir jörðinni og náttúrunni.

„Það er svo mikil sjálfsvorkun hjá öllum í verkinu og þegar við leikhópurinn vorum að lesa verkið saman þá bæði grétum við og hlógum“, segir Unnur þar sem allir kannist við að hafa orðið fyrir vonbrigðum með eitthvað í lífinu. „Þetta eru svo mikið við, líka. Við finnum okkur smá í þeim öllum“.

Allir fá eitthvað í lífinu eins og virðingu eða þykja fallegir. Líkt og  Sonja dóttir prófessorsins í verkinu fær virðingu en þráir samt mest að vera falleg, Jelena er fögur en þráir virðingu sem hún fær ekki. Enginn fær það sem hann þráir. „Allar tilfinningar eru í kross“, segir Brynhildur.