80 prósent magans tekin

Í þætti um heilbrigðismál á sunnudagskvöldið 22.apríl er fylgst með Ólafi Arnarsyni sem hefur fengið svokallaða magaermi. Við fylgdumst með Ólafi í tæpt eitt ár en í fyrra gekkst Ólafur undir magaermisaðgerð.

Við fylgjumst með frá fyrstu skrefum Ólafs í þessari vegferð, hittum hann fyrir aðgerð og erum viðstödd þegar Ólafur mætir á sjúkrahúsið í Keflavík að morgni aðgerðardags en þar var aðgerðin einnig kvikmynduð. Við könnum svo árangurinn og líðan Ólafs í nokkra mánuði á eftir.

Magaermi er nú jafnt og örugglega að verða sú leið sem flestir velja til að grennast en fólk í ofþyngd er yfirleitt í mun meiri heilsufarslegri hættu en aðrir. Svonefndar hjáveituaðgerðir er að sama skapi á undanhaldið. Vel yfir 200 manns hafa farið í magaermi hér landi. Í þeirri aðgerð er 70 til 80 prósent magans fjarlægður.

Auðun Svavar Sigurðssonar efnskipta- og offituskurðlækni á Domus Medica framkvæmdi aðgerðina á Ólafi. Auðun hefur starfað sem yfirlæknir á Bretlandi í nær þrjá áratugi og sérhæft sig í meðferð sjúklinga með yfirþyngd og offitu. Hann hefur framkvæmt þúsundir magabandsaðgerða, magaermar og svokallaðar magablöðrur – og unnið þær í tæpan áratug hér heima.

Rætt er við Auðun í þættinum og næringarfræðing sem hefur unnið í teymi hans.

Í þættinum er ítarlega farið yfir skilyrði þess að fólk megi fara í magaermisaðgerð, áhættuþættina og eftirfylgni.

Athugið: Myndir sem birtast í þættinum eru ekki fyrir viðkvæma.