550 milljónir króna í gatnagerð

550 milljónir króna í gatnagerð

Borgarráð samþykkti á fundi sínum að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við áframhaldandi gatnagerð í Gufunesi og Esjumelum sem áætlað er að kosti 550 milljónir króna á þessu ári.       

Framkvæmdir í Gufunesi eru í samræmi við uppbyggingu þar og til að fylgja eftir væntanlegri lóðasölu en bygging íbúða gæti hafist á svæðinu í lok árs 2019. Meðal gatna sem lagðar verða er gata að kvikmyndaveri og gerð nýrrar götu á væntanlegu íbúðasvæði. Gert er ráð fyrir allt að 600 íbúðum á framkvæmdasvæðinu. Í Gufunesi hafa mörg helstu fyrirtækin í íslenskum kvikmyndaiðnaði komið sér fyrir og þar verður meðal annars byggt hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk. Gatnagerð á Esjumelum er vegna stækkunar á iðnaðar- og athafnasvæði á melunum. Áætlað er að lóðir á nýju svæði verði byggingarhæfar vorið 2020.

Nýjast