21 í kvöld: fólk á ellilífeyri er skattpíndasti hópur íslands

Ellilífeyrisþegar eru skattpíndasti hópur Íslands og greiða í raun og sann eina alvöru hátekjuskattinn hér á landi. Þetta er niðurstaða viðtals sem Sigmundur ernir á við fulltrúa Gráa hersins í fréttaþættinum 21 í kvöld, þau Ingibjörgu Sverrisdóttur og Finn Birgisson.

Þátturiinn er helgaður skerðingaráráttu ríkisvaldsins á hendur eldri borgurum, en í seinni hluta hans sest lögmaðurinn Flóki Ásgeirsson niður með Lindu Blöndal og ræðir fyrirhugaða málsókn Gráa hersins á hendur stjórnvöldum fyrir óheyrilega háa refsingu fólks fyrir að safna sér lífeyrisréttindum á vinnumarkaðsárum sínum. 

Ekkert ríki Norðurlandanna leggur minna en Ísland til lífeyris eldra fólks - og raunar var ísland lengi í næstneðsta sæti OECD-ríkja í þeim efnum, en er nú einmitt komið í það neðsta, niður fyrir Mexíkó.

Í þættinum í kvöld eru rakin ótrúleg dæmi af hjónafólki og einstæðingum sem ríkið skattleggur yfir 70 prósent í mörgum tilvikum, fyrir það eitt að hafa áunnið sér lífeyrisréttindi á vinnumarkaði.