Yfir sig hneyksluð þegar hún sá Oddnýju í sólbaði á Þingvöllum: „Hún lagði áherslu á tvö síðustu orðin“

Það er ekki tekið út með sældinni að vera þingmaður enda fá þeir stundum yfir sig mikla gagnrýni fyrir störf sín. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Twitter-síðu sinni frá einu slíku tilfelli um helgina.
Færsla Oddnýjar er svohljóðandi:
„Á tjaldstæðinu á Þingvöllum sat kona á miðjum aldri áðan fyrir utan húsbíl. Hún kallaði á manninn sinn og sagði: ,,Þarna situr alþingismaður og sólar sig í stað þess að vera að vinna í þágu þjóðarinnar!” Hún lagði áherslu á tvö síðustu orðin. Hneyksli - segi ég nú bara.“
Þingmenn eru komnir í sumarfrí en þingi var frestað frá 30. júní síðastliðnum til 27. ágúst næstkomandi. Veturinn var nokkuð viðburðaríkur á Alþingi og setti COVID-faraldurinn strik í reikninginn.
Guðmundur Andri Thorsson, samherji Oddnýjar í þingflokki Samfylkingarinnar, rifjaði á dögunum upp broslegt samtal sem hann átti við mann á Laugaveginum. Guðmundur skrifaði um það sem fór á milli þeirra.
„Hann: Þú ert þjóðþekktur maður ...
Þýðingarmikil þögn.
Hann: Þú ert vel máli farinn og ágætur maður. En þú ert í Samfylkingunni ...
Þögn.
Hann: Samfylkingin er saumaklúbbur. Og saumaklúbbur á ekkert erindi á þing.
Þögn.
Hann með miklum þunga: Hvað ERTU að gera?
Ég: Þú ert í fallegum jakka.
Þögn.
Ég: Eigðu góðan dag.
Hann: Ekkert svona ljóð við mig!
Og héldum hvor sinn veg.“
Deila þessari færslu

„Gefið mér öll þessi bóluefni“

Svavar Gestsson látinn

„Gefið mér öll þessi bóluefni“
