Hátt í fimm milljónir horft á ís­lenska jóla­mar­tröð hjá fjöl­skylu Tobbu Marinós

TikTok mynd­band af dóttur Tobbu Marinós og Bagga­lútsins Karls Sigurðs­sonar hefur farið sigur­för um Inter­netið síðustu daga. Systir Tobbu, Rebekka Rut Marinós­dóttir, setti mynd­bandið inn en þar syngur dóttir Tobbu há­stöfum í glæ­nýjan míkró­fón.

„Þegar ég eyði­lagði jól­in,“ skrif­ar Re­bekka en dóttir Tobbu virðist hæst­á­nægð með gjöfina og syngur há­stöfum inn í míkró­fóninn. Ekki eru þó allir jafn sáttir með gjöfina eins og sjá má í mynd­bandinu að neðan.

Hátt í fimm milljón manns hafa horft á mynd­bandið þegar þetta er skrifað.

@cleftiequeen That time I self sabotaged christmas #fyp #christmas #sassy ♬ original sound - Rebekka Rut