TikTok myndband af dóttur Tobbu Marinós og Baggalútsins Karls Sigurðssonar hefur farið sigurför um Internetið síðustu daga. Systir Tobbu, Rebekka Rut Marinósdóttir, setti myndbandið inn en þar syngur dóttir Tobbu hástöfum í glænýjan míkrófón.
„Þegar ég eyðilagði jólin,“ skrifar Rebekka en dóttir Tobbu virðist hæstánægð með gjöfina og syngur hástöfum inn í míkrófóninn. Ekki eru þó allir jafn sáttir með gjöfina eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Hátt í fimm milljón manns hafa horft á myndbandið þegar þetta er skrifað.
@cleftiequeen That time I self sabotaged christmas #fyp #christmas #sassy ♬ original sound - Rebekka Rut