Wil­helm: Græðir 60 þúsund á mánuði á að skilja við konuna

Wil­helm Wess­mann hefur verið ó­þreytandi í bar­áttu sinni fyrir bættum kjörum aldraðra undan­farin misseri. Wil­helm er einn þriggja fé­laga í Gráa hernum sem hafa höfðað mál á hendur ríkinu.

Í vikunni endur­birti hann pistil sem hann skrifaði árið 2018 og á senni­lega enn við í dag. Í pistlinum varpaði hann fram þeirri spurningu hvort þau hjónin til 50 ára þyrftu að skilja til að komast fjár­hags­lega af.

Meðal þeirra sem deilt hafa pistlinum í vikunni má nefna Ingu Sæ­land, for­mann Flokks fólksins, en flokkurinn hefur tekið að sér að vera eins­konar mál­svari eldri borgara og ör­yrkja á þingi.

Pistil Wil­helms má lesa hér að neðan, en í­trekað er að hann birtist fyrst árið 2018:

„Þurfum við að skilja eftir 50 ár hjóna­band til þess að komast fjár­hags­lega af?

Þegar við Ólöf giftum okkur og eignuðumst þrjú börn voru engar barna­bætur. Á þeim tíma þótti það nánast brott­rekstrar­sök að ég tók mér frí daginn sem hún kom heim af fæðinga­deildinni af því að það var laugar­dagur, anna­samasti dagur vikunnar í hótel og veitinga­geiranum.

Ég byrjaði að greiða í líf­eyris­sjóð 1968 til að geta tryggt okkur fjár­hags­legt öryggi á efri árum og borgaði skatt af þeim hluta sem ég greiddi í 20 ár, eða þar til stað­greiðslan kom 1988. Ég greiði skatt í dag af þessum sömu peningum. Heitir þetta ekki tví­sköttun?

Þar sem við Ólöf tókum þá á­kvörðun að hún mundi vera heima­vinnandi til að gæta barnanna á hún enginn líf­eyris­sjóðs­réttindi og hefur því 204,000 eftir skatt frá TR . TR skerðir mínar líf­eyris­greiðslu eftir skatt um 45% þannig að ævi­sparnaðurinn er farinn.

Til þess að geta hreykt sjálfum sér á tylli­dögum og í ræðu­púlti Al­þingis fundu ráð­herrar og al­þingis­menn á ofur­eftir­launum upp það snjalla bragð að greiða ein­hleypum eldri borgurum sem eru um 25% af okkur 60 þúsund krónur á mánuði í heimilis­upp­bót. Þannig geta þeir hreykt sér að því að eldri borgarar séu með 300,000 fyrir skatt á mánuði og að TR greiði hæstu eftir­laun allra landa.

En stað­reyndin er að Ís­land skorar nánast lægst allra OECD landana þegar kemur að hlut­falli greiðslu eftir­launa af VLF að­eins 2,6%. Á hinum Norður­löndunum eru líf­eyris­greiðslur hins opin­bera 5,4-11% af VLF og nánast ó­þekkt að líf­eyris­sjóðs­greiðslur séu skertar.

Skilnaður er því eina leiðin til að hækka launin um 60 þúsund á mánuði.

DEILIРDEILIРDEILIРDEILIРDEILIГ