Vonbrigði að sjá ekki Samtökin ’78 á fjárlögum

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, segir það vonbrigði að sjá samtökin ekki á fjárlögum ársins 2022. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlögin í morgun.

Þorbjörg segir á Twitter að samtökin muni ekki gefast upp.

„Við munum því að sjálfsögðu mæta upplitsdjörf á fund nýrrar fjárlaganefndar og útskýra enn og aftur mikilvægi félagsins okkar fyrir íslenskt samfélag.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vísar í stjórnarsáttmálann þar sem segir að Íslandi verði komið í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með sérstakri aðgerðaáætlun og réttarbótum. „Virkar eins og þessi skjöl þeirra tali ekki saman...,“ segir hann.