Vonar að frum­varpið verði fellt: „Út­­göngu­bann er hörð at­laga að mann­réttindum og frelsi fólks“

Kristínu Soffíu, borgar­fullrúa Sam­fylkingarinnar, hugnast ekki að heil­brigðis­ráð­herra fái heimild til þess að setja á út­göngu­bann, verði talin þörf á því vegna smit­hættu. Þetta kemur fram í Twitter færslu hjá Kristínu.

Þar deilir hún frétt Vísis af nýju frum­varpi um breytingu a sótt­varnar­lögum. Þar er opnað á heimild Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, til að setja á út­göngu­bann. Mælt er með því að ekki verði gripið til þess nema í al­gerum neyðar­til­vikum.

„Ég vona að þetta verði fellt. Það er ekkert sem kallar á heimild til að setja á út­göngu­bann. Út­göngu­bann er hörð at­laga að mann­réttindum og frelsi fólks og á ekki að vera til um­ræðu,“ skrifar Kristín Soffía.

Þar er hún spurð nánar út í málið og bent á að nauð­syn­legt hafi verið að gripa til slíkra banna í Evrópu vegna fjölda smita. Hún svarar:

„Af því að heimild getur verið mis­notuð. Það er ekkert sam­hengi milli árangurs í bar­áttunni og notkun svo í­þyngjandi að­gerða. Þetta er all­staðar sami far­aldurinn. Stjórn­völd eiga ekki að geta lokað fólk inni ef þau hafa misst traust al­mennings.“

Henni er aftur svarað. Einn Twitter-verji spyr hvort ekki sé eðli­legt að eiga um­ræðu um þetta í ljósi heims­far­aldursins. Kristín svarar:

„Nei. Út­göngu­bann leiðir af sér fjár­sektir, fangelsun og of­beldi. Ef fólk hlýðir ekki til­mælum er það vegna þess að það treystir ekki stjórn­völdum. Ef fólk treystir ekki stjórn­völdum þá eiga stjórn­völd ekki að hafa heimild til að setja út­göngu­bann.“