Vitundar­víkkandi efni, helsta von geð­lækninga

26. mars 2020
13:40
Fréttir & pistlar

„Það er engin spurning að þetta er stærsta von míns fags," segir Dr. Haraldur Erlendsson geðlæknir í þættinum Undir yfir­borðið. Hann segir að ekkert heil­brigðis­kerfi í heiminum ráði við sí­aukna þörf fyrir sál­ræna hjálp.

Haraldur segir að í réttum að­stæðum, með styrkri leið­sögn sér­hæfðra leið­bein­enda, geti fólk heilað sín per­sónu­legu ferli með vitundar­víkkandi efnum og það gefi mikla mögu­leika á hrað­virkum lausnum. Hann trúir að við getum snúið vörn í sókn með vitundar­víkkandi efnum. Þau hjálpa okkur að að tengja við náttúruna, okkur sjálf og fólkið í kringum okkur, „að við getum bæði verið haus og hjarta, getum verið stærri en við erum í dag – við erum svoldið smá,“ segir hann að lokum með þunga, í við­tali við Ás­dísi Ol­sen í þættinum.

Vitundar­víkkandi efni eru í raun grasa­lyf eða jurtir, eins og Aya­hascha plantan frá Perú eða hinn sk. galdra sveppur (magic Mus­hroom) eða Trjónupeðillinn okkar sem inni­heldur virku efnin psilo­cybin.

Hér má sjá þáttinn, Undir yfir­borðið, þar sem Ás­dís Ol­sen býður okkur með í Aya­hascha ferða­lag og ræðir við dr. Harald um reynslu sína.