Vítalía Lazareva: „Hvað veit ég svo sem?“

Vítalía Lazareva, sem fór í eitt af viðtölum ársins hingað til við Eddu Falak á dögunum, segist velta fyrir sér hvernig heimurinn gæti orðið betri.

Vítalía bar þungar sakir á nokkra áhrifamenn í íslensku samfélagi á dögunum og varð það til þess að þeir ýmist hurfu frá störfum sínum eða voru sendir í leyfi. Lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu en í gærkvöldi opnaði hún sig á Twitter í stuttri færslu.

„Ég velti oft fyrir mér hvort heimurinn gæti orðið örlítið betri ef það væri ólöglegt að vera fáviti..eflaust., en ég meina hvað veit ég svosem.“

Vítalía hlaut mikið lof fyrir að stíga fram og segja frá málinu og vonast margir til þess að breytingar séu að verða í íslensku samfélagi. Edda Falak, sem tók viðtalið við Vítalíu, mætti á Fréttavaktina á Hringbraut í vikunni þar sem hún sagði meðal annars:

„Auð­vitað erum við alveg að sjá breytingar og allt það. Náttúr­lega ó­trú­lega stórt skref að sjá fyrir­tæki vera að taka af­stöðu eins og við sjáum með Ísey og fleira, það eru alveg góðar breytingar. En erum við að sjá raun­veru­legar sam­fé­lags­legar breytingar? Ég veit það ekki, mér finnst við ekkert endi­lega vera að sjá eitt­hvað svaka­legt vera að gerast.“