Vítalía aftur á Twitter og biðst afsökunar

Vítalía Lazareva hefur beðist afsökunar á því að hafa brugðist öðrum þolendum og á því að hafa ekki vitað betur.

Í afsökunarbeiðni sinni, sem hún birti í kvöld á Twitter, vísar hún til þess að í mars greindi hún frá því að hún hafi lagt fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota en eins og hefur verið greint frá í vikunni þá hefur engin kæra verið formlega lögð fram.

Vítalía segir í færslu sinni á Twitter að hún geti ekki borið ábyrgð á fréttaflutningi um málið en að hún hafi lagt fram bréfið og birti svo mynd af því á Twitter til staðfestingar. Hún segir að hún hafi ávallt haldið að það „þýddi eitthvað“ en að hún hafi ekki mætt í skýrslutöku og hafi aldrei haldið öðru fram.

„Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur,“ segir hún að lokum.

Fleiri fréttir