Vill fá rasískt barna­efni af dag­­skrá RÚV: „Mér féllust hendur og hrein­­lega gapti“

Snorri Sturlu­­son sendi RÚV opin­bert bréf á face­book í dag þar sem óskar eftir því að þátturinn Loð­­mundur verði tekinn af dag­­skrá.

„Kæra RÚV. Ég rak augun í þáttinn Loð­­mundur á RÚV í gær kl. 18:04 (6. septem­ber 2021) og mér féllust hendur og hrein­­lega gapti yfir því að RÚV skuli sýna barna­efni sem er beint aftan úr grárri forn­eskju Litla svarta Sam­bóa og 10 lítilla negra­stráka,“ skrifar Snorri.

„Það er for­kastan­­legt að RÚV allra lands­manna skuli bjóða börnum upp á efni sem er byggt á rasískum steríó­týpum sem þessum og þar með stuðla að upp­­eldi sem elur á kyn­þátta­­for­­dómum. Það er von mín að þetta verði tekið af dag­­skrá strax,“ bætir hann við.

Sam­kvæmt heima­­síðu RÚV er Loð­­mundur er lítill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi.

„Krútt­­legir og skemmti­­legir þættir byggðir á sam­­nefndum mynda­­sögum eftir Claire Frai­pont og Pi­er­re Bailly,“ segir á heima­­síðu RÚV.

Hægt er að sjá brot úr þáttunum á youtube hér að neðan.