Vill að Bjarni sjái til þess að Jóhannes fái fálkaorðuna

„Nú á Bjarni fjármálaráðherra og ríkisstjórnin að sjá til þess að Jóhannes fái fálkaorðuna fyrir drengilega baráttu gegn spillingu.“

Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Eins og greint var frá fyrr í dag hlaut Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja, sem ljóstraði upp um meinta mútuþægni og spillta viðskiptahætti fyrirtækisins í Namibíu, verðlaun í Svíþjóð fyrir uppljóstranir sínar.

Fær Jóhannes í sinn hlut 15 milljónir króna, eða 1 milljón sænskra króna.

„Þrátt fyr­ir á­reit­i, hót­an­ir og eitr­an­ir sýnd­i upp­ljóstr­ar­inn Jóh­ann­es Stef­áns­son fram á að ein­staklingar í við­skipt­a­líf­in­u geti bar­ist gegn spill­ing­u,“ sagði í frétt­a­til­kynn­ing­u þar sem til­kynnt var um verðlaunin.

Hundrað ár eru síðan byrjað var að veita hina íslensku fálkaorðu en um er að ræða býsna virta heiðursviðurkenningu sem íslenskir og erlendir ríkisborgarar geta fengið. Orðan er oftast veitt 1. janúar og á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Hvort Jóhannes hljóti fálkaorðuna skal ósagt látið, en það verður að minnsta kosti forvitnilegt að sjá hverjir hljóta þennan heiður á þjóðarhátíðardaginn.

Guðmundur Gunnarsson.