Vilja að Geir og hinir ráð­herrarnir verði beðnir af­sökunar

Þrettán þing­menn úr röðum Mið­flokksins og Sjálf­stæðis­flokksins hafa lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu um „ó­rétt­mæti máls­höfðunar Al­þingis gegn ráð­herrum og af­sökunar­beiðni“ vegna landsdómsálsins svo­kallaða.

Lands­dóms­málið vakti gríðar­lega at­hygli á sínum tíma en þá var Geir H. Haarde, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, á­kærður vegna starfa sinna fyrir hrunið. Al­þingi sam­þykkti sömu­leiðis að höfða mál gegn Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur, fyrr­verandi utan­ríkis­ráð­herra, Árna Mathiesen, fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra, og Björg­vin G. Sigurðs­syni, fyrr­verandi við­skipta­ráð­herra, en þau voru ekki á­kærð.

Til­lagan hefur verið lögð fram í tví­gang en er nú endur­flutt með minni­háttar breytingum.

„Með til­lögunni er lagt til að Al­þingi á­lykti að rangt hafi verið að leggja til máls­höfðun á hendur ráð­herrum vegna pólitískra að­gerða eða að­gerða­leysis, sbr. til­lögu til þings­á­lyktunar á 138. lög­gjafar­þingi (þskj. 1502, 706. mál), að rang­lega hafi verið staðið að at­kvæða­greiðslu um til­löguna og að rangt hafi verið að sam­þykkja hana. Al­þingi á­lykti enn fremur að þeir fyrr­verandi ráð­herrar sem upp­haf­lega þings­á­lyktunar­til­lagan beindist gegn, og sá ráð­herra sem loks var á­kveðið að höfða mál gegn, sbr. þings­á­lyktun nr. 30/138, verð­skuldi af­sökunar­beiðni frá hlutað­eig­andi aðilum.“

Þing­mennirnir sem standa að baki til­lögunni eru eftir­taldir: Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Anna Kol­brún Árna­dóttir, Berg­þór Óla­son, Birgir Þórarins­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Karl Gauti Hjalta­son, Ólafur Ís­leifs­son, Sigurður Páll Jóns­son, Þor­steinn Sæ­munds­son, Óli Björn Kára­son, Páll Magnús­son, Ás­mundur Frið­riks­son og Brynjar Níels­son.

Hér má lesa til­löguna í heild sinni.