Vilhjálmur varar Sjálfstæðisflokkinn við þessu - „Þetta ætti að vera öll­um aug­ljóst“

Vil­hjálmur Þ. Vil­hjálms­son, fyrrverandi borgarstjóri, er líklega einn sá reynslumesti þegar kemur að borgarstjórnarmálum á Íslandi. Hann velti fyrir sér komandi borgarstjórnarkosningum og spáir í spilin í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag, og lagði sérstaka áherslu á sinn eigin flokk, Sjálfstæðisflokkinn.

Hann sagði afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með klofinn lista í komandi kosningum, en hann telur fulltrúa flokksins sem sitja núverandi á kjörtímabili hafa verið ósamstíga í stórum málum.

„Starf odd­vita flokks­ins í borg­ar­stjórn á kjör­tíma­bil­inu hef­ur ekki reynst auðvelt. Aug­ljóst er að hann hef­ur ekki haft alla borg­ar­full­trúa flokks­ins að baki sér í nokkr­um mjög veiga­mikl­um mál­um, nán­ast sam­fellt allt kjör­tíma­bilið. Þar ber hæst mál­efni borg­ar­línu og ýmis önn­ur sam­göngu­mál í borg­inni, framtíð inn­an­lands­flugs­ins á Reykja­vík­ur­flug­velli og ein­staka miðborg­ar­mál, sem sagt eng­in smá­mál.“ segir hann.

Vilhjálmur telur að sjálf­stæðisfólk í Reykja­vík sætti sig ekki við áframhaldandi klofning innan flokksins, og segir: „Slík­ur hóp­ur mun ekki ná ár­angri í störf­um sín­um. Þetta ætti að vera öll­um aug­ljóst, ekki síst þeim sem stefna að því að ná kjöri sem borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ég tel einnig ljóst að hinn al­menni flokks­bundni sjálf­stæðismaður í Reykja­vík sé sömu skoðunar. Auðvitað geta komið upp ein­staka ágrein­ings­mál í hópi borg­ar­full­trúa en ekki að slíkt ástand sé viðvar­andi allt kjör­tíma­bilið.“

Hann segir því mikilvægt að þeir sem bjóði sig fram geri grein fyrir afstöðu sinni til mikilvægra og stórra mála fyrir prófkjörið, og það með góðum fyrirvara. Þá leggur hann áherslu á að berjast verði gegn „óheilla­stefnu“ í skipu­lags- og sam­göngu­mál­um sem núverandi meirihluti standi fyrir, og besta leiðin til þess sé þétt samstaða.