Vilhjálmur selur þýskan herhjálm til styrktar einhverfum

Þýskur herhjálmur sem verið hefur til sölu á Facebook síðunni Brask og brall verður gefinn og mun allur ágóði af sölu hjálmsins muni renna til „Einstakur apríl“ sem eru samtök um velferð barna og ungmenna með einhverfu. Það er Vilhjálmur Kristjánsson sem haft hefur hjálminn til sölu en hann er flottur safngripur fyrir alla þá sem hafa áhuga á hernaðarsögu.

Mikill áhugi hefur verið á hjálminum sem kemur úr dánarbúi. „Það hafa fjölmargir gert tilboð og segja má að slegist sé um gripinn,“ segir Vilhjálmur. Ekki sé þó hægt að gefa upplýsingar um uppruna eða sögu en af útlitinu að dæma er þó líklegast um hjálm úr seinni heimsstyrjöldinni að ræða.

Vilhjálmur segir af þeim mörgu sem spurst hafa um hjálminn sé einn ungur maður sérstaklega áhugasamur. Sá maður sé einhverfur og hafi Vilhjálmur ákveðið að gefa honum hjálminn frekar en þiggja ágóðann sjálfur.

"Ég ætla að efna hér til uppboðs með óvenjulegum hætti. Hjálmurinn er sem sagt hér með boðinn upp. Ef hann selst þá mun peningurinn renna til samtakanna “Einstakur apríl” sem eru samtök um velferð barna og ungmenna með einhverfu." segir Vilhjálmur og bætir við.

"Hjálminn mun ég aftur á móti færa þessum unga manni að gjöf. Til sönnunar mun ég birta mynd af kvittun fyrir millifærslu. Einnig mun ég birta mynd af afhendingu á hjálminum ef leyfi aðstandenda er fyrir slíku."

Hægt er að sjá auglýsingu Vilhjálms á Facebook síðunni Brask og brall hérna.