Vil­hjálmur: Sætindi seljast vel á bensín­stöðvum þó verðið sé hátt – Glóru­laus hug­mynd

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, skýtur á bóla­kaf hug­myndir þess efnis að hækka á­lögur á sykraðar vörur.

Morgun­blaðið greindi frá því í dag að starfs­hópur sem heil­brigðis­ráð­herra skipaði hafi nú skilað til­lögum sínum. Verði farið eftir þeim munu sætindi og sykraðar vörur hækka um 20% í verði. Meðal þess sem hópurinn leggur til er að vöru­gjöld verði lögð á gos- og svala­drykki, í­þrótta- og orku­drykki sem inni­halda sítrónu­sýru, sæl­gæti, kex, kökur, sæta­brauð og orku- og prótein­stykki.

Vil­hjálmur gefur lítið fyrir þessar hug­myndir og segir ó­skiljan­legt hvernig hópur fólks getur horft svona þröngt á mál og komist að sam­eigin­legri niður­stöðu um gagns­lausar og hættu­legar til­lögur.

Vil­hjálmur tekur saman nokkra punkta og nefnir að menning og hefðir skipti mestu máli í heil­brigðara matar­æði. Spyr hann hvort sú þróun hafi ekki ein­mitt verið í rétta átt að undan­förnu án sykur­skatts.

„For­varnir og fræðsla standa alltaf best fyrir sínu, breytum þannig m.a. menningunni,“ segir hann og bætir við að já­kvæðir hvatar og betra að­gengi að heilsunni sé lík­legra til árangurs en boð bönn og hærri á­lögur.

„Ég veit ekki betur en að allar sjoppur og bensín­stöðvar hafi sætindi að meiri­hluta í vöru­úr­vali sínu og gangi bara vel þrátt fyrir um 100% meiri á­lagningu en í stór­mörkuðunum. Hverju mun þá 20% hækkun breyta? Á svo bara að setja skattinn á þar sem er aug­ljós­lega eru sætindi í inni­haldinu en ekki í mjólkinni þar sem fólk á síður von á háu sykur­magni? Þetta gengur ekki!“