Vilhjálmur birtir ótrúlegar tölur: „Þá má launafólk éta það sem úti frýs“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að ef persónuafsláttuirnn hefði fengið að fylgja verðlagi frá 1989 væri launafólk með 364.200 hærri perónuafslátt á ársgrundvelli.

„Samanlagt hjá hjónum 728.400 kr. Er þetta ekki hálfgert rán af hálfu stjórnvalda?,“ spyr Vilhjálmur á Facebook.

Hann birtir svo ótrúlegar tölur:

„Árið 1989 var persónuafslátturinn 17.852 kr. er í dag 50.972 kr.

Ef hann hefði fylgt verðlagi væri hann 81.322 kr.“

Hann vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar:

„Það hefur ekki staðið á stjórnvöldum í gegnum áratugina að verja verðtryggingu á fjárskuldbindingar sem heimilin þurfa að þola frá fjármálakerfinu, en þegar kemur að verðtryggja persónuafsláttinn, þá má launafólk éta það sem úti frýs.“