Viktor um myndir tengda­dótturinnar af at­kvæðum: „Þetta er hrika­legt“

Viktor Orri Val­garðs­son stjórn­mála­fræðingur segir myndir tenga­dóttur hótel­stjóra á Hótel Borgar­nesi af at­kvæðum sem birtar voru á Insta­gram vera hrika­legar.

„Ekki að þessi manneskja hafi tekið myndir eða að mér detti í hug að hún hafi ætlað sér að eiga við þessi gögn,“ skrifar Viktor.

Sjá einnig: Ingi segir tengda­dótturina ekki hafa brotið af sér

„Heldur vegna þess að þetta sannar með nokkuð ó­yggjandi hætti að það hefði verið mjög auð­velt fyrir ýmsa aðila að eiga við at­kvæðin hafi þeir haft á­huga á því, á meðan kjör­stjórnin var í burtu, og það virðist ekki vera nein leið til að ganga úr skugga um ná­kvæm­lega hverjir voru í þeirri stöðu,“ út­skýrir Viktor.

Hann tekur fram að hann telji per­sónu­lega ekki að það hafi í raun verið átt við at­kvæðin.

„En það er al­gjört lykil­at­riði að fram­kvæmd kosninga sé í sam­ræmi við lög og til þess fallinn að það sé hafið yfir allan vafa. Það er bara ekki boð­legt í kosningum í lýð­ræðis­ríki að við þurfum að byggja á ein­hverjum get­gátum um það hvort fólk hafi haft nægan á­huga á því að eiga við at­kvæði eða ekki.“