Vig­dís: „Þögnin er ærandi“ – Sjáðu bréfið sem hún sendi RÚV

Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, segir að þögn RÚV um álit reiknings­skila- og upp­lýsinga­nefndar sveitar­fé­laga sé ærandi.

Vig­dís sagði frá því í há­deginu að hún hefði sent eftir­farandi póst á frétta­stofu og rit­stjórn RÚV.

„Góðan dag

Ég leyfi mér að senda ykkur álit Reiknings­skila- og upp­lýsinga­nefndar sveitar­fé­laga um reiknings­skil sam­stæðu Reykja­víkur­borgar og reiknings­skil Fé­lags­bú­staða hf.

Nokkuð margir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um niður­stöður nefndarinnar og hvaða á­hrif þær hafa á reiknings­skil borgarinnar. Eftir ítar­lega leit finn ég ekki neina um­fjöllun á miðlum RÚV „okkar allra“ eins og segir á heima­síðu stofnunarinnar.

Ég dreg þá á­lyktun að þessi ærandi þögn sé vegna þess að stofnunin hafi á­litið ekki undir höndum, frekar en að á­lykta að fyrrum náinn sam­starfs­maður og hægri hönd borgar­stjóra, stjórni RÚV í dag.

Í það minnsta þá er ykkur ekkert nú til fyrir­stöðu að fjalla um málið.

Ég er til­búin að veita við­töl hve­nær sem er vegna málsins og eins að mæta í þætti hvort sem er í sjón­varpi eða út­varpi til að skýra út fyrir lands­mönnum öllum, sem gert er að greiða nef­skatt til stofnunarinnar, að Reykja­víkur­borg er ekki að haga upp­gjöri sínu á lög­legan hátt."

Þögnin er ærandi - rétt í þessu var ég að senda þennan póst á fréttastofu og ritstjórn RÚV: "Góðan dag Ég leyfi mér...

Posted by Vigdís Hauksdóttir on Föstudagur, 23. október 2020