Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Vigdís hauksdóttir um meint eineltismál gegn sér: „ég læt ekki þvæla mér inn í þessa vitleysu.“

14. desember 2019
19:05
Fréttir & pistlar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir varðandi eineltismál sem er nú í vinnslu gegn henni innan ráðhús Reykjavíkur, að hún láti ekki þvæla sér inn í þá vitleysu. Segir Vigdís að um kolólöglega aðgerð sé um að ræða og að engin lagastoð sé fyrir því ferli sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritari hafa sett af stað.

Vigdís er ásökuð um að hafa lagt starfsmann Reykjavíkurborgar í einelti og er nú málið inn á borði siðanefndar sveitarfélaga, en borgin vísaði málinu þangað. Vigdís tjáði sig um málið í Stóru Málunum hér á Hringbraut, en Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar var einnig gestur í þættinum.

„En af því þú ert að tala um þetta ótrúlega skrýtna og meinta eineltismál, sem ég er sökuð um, sem er komið til siðanefndar íslenskra sveitarfélaga sem sýnir það að skrifstofa borgarstjóra og borgarritari eru búnir að gefast upp fyrir sínu eigin fyrirkomulagi með rannsóknarrétt ráðhússins. Eins og ég hef alltaf bent á, kolólöglegt, engin lagastoð fyrir þessu og ég læt ekki þvæla mér inn í þessa vitleysu.“

Hér að neðan má svo sjá þáttinn í heild sinni.