„Viðskiptavinirnir þungamiðjan í sólkerfi bankans“

Þær Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og millistjórnandi ársins hjá Stjórnvísi, eru gestir Jóns G. í kvöld á Hringbraut.

Fram kemur hjá Lilju Björk Einarsdóttur í þættinum að vanskil hafi aldrei verið eins lítil í Landsbankanum og skýrir sú staða að hluta góða afkomu bankans á síðasta ári. Þá fer Lilja yfir útgangspunktinn í nýju skipuriti bankans og segir hún að „viðskiptavinirnir séu þungamiðjan í sólkerfi bankans“. Skemmtilega orðað.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir segir skemmtilega frá því þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra mannauðssviðs Samkaupa fyrir nokkrum árum að þá hafi hún fengið þau skilaboð að hún ætti að fljúga sínar eigin leiðir við uppbyggingu sviðsins. „Þetta var mjög gott veganesti; ég var hvött áfram,“ segir Gunnur Líf.

Þátturinn Stjórnandinn með Jóni G. er á dagskrá Hringbrautar kl. 20 öll mánudagskvöld.