Víðir: Ó­trú­leg til­viljun að fá þetta risa­verk­efni í fangið

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Ríkis­lög­reglu­stjóra – maðurinn sem þjóðin hlýðir – segir að það hafi verið ó­trú­leg til­viljun að fá nú­verandi hlut­verk sitt í fangið og á­varpa al­menning dag­lega, svo vikum skiptir.

En breyttar reglur hjá em­bætti Ríkis­lög­reglu­stjóra á sama tíma og öryggis­stjóra­hlut­verki hans hjá fót­bolta­lands­liðinu var slegið tíma­bundið á frest hafi skilað honum inn á þetta svið sem allir lands­menn þekkja í dag. Og þótt honum líði oftast vel á þeirri senu segist hann viður­kenna það fús­lega að á stundum sjóði á honum undir niðri; hann vilji skamma hluta þjóðarinnar enn harðar og meira en hann geri, enda hlýði ekki allir, en þráðurinn í karli sé langur, oftast nær – og ef honum sleppi, sem hann vonar að gerist ekki, muni hann springa með látum.

Hann er gestur Sig­mundar Ernis í ein­stak­lega skemmti­legum og inni­halds­ríkum þætti af Manna­máli á sjón­varps­stöðinni Hring­braut í kvöld – og gerir þar upp skraut­legan ævi­ferilinn, sínum dillandi hlátri, sem hefði raunar auð­veld­lega getað orðið í styttri kantinum. Hann féll nefni­lega ofan í brunninn heima á lóð fjöl­skyldunnar á Illuga­götu í Vest­manna­eyjum, að­eins fjögurra ára gamall hrak­falla­bálkurinn – og til­viljun ein hafi ráið því að systir hans hafi séð til snáðans og hlaupið inn í hús á eftir að­stoð mömmu þeirra. Og sú hafi snarað sér út, látið sig hanga á höndunum á barmi brunnsins svo barnið gæti náð taki á fótum múttu, en vega­vinnu­flokkur í götunni hafi svo nokkrum mínútum seinna slökkt á vinnu­vélunum, heyrt í angistar­ópi móðurinnar – og komið loks til bjargar.

Víðir viður­kennir að þetta ó­trú­lega at­vik hafi mótað allt hans líf, gert hann að björgunar­sveitar­manni og síðar lög­reglu­manni, per­sónu sem hafi ræktað með sér ást­ríðuna fyrir að hjálpa öðru fólki.

Og það er það sem hann gerir enn, núna frammi fyrir al­þjóð, dag hvern, guð má vita hvað lengi.

Manna­mál byrjar klukkan 20:00 í kvöld.