Víðir finnur enn enga lykt né bragð vegna Covid

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn finnur ekkert bragð og enga lykt, átta mánuðum eftir að hann smitaðist af Covid-19. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

„Þetta er ömurlegur sjúkdómur, ég þekki það bara af eigin reynslu,“ segir yfirlögregluþjónninn. Víðir smitaðist af Covid í nóvember síðastliðnum og var mjög veikur.

Víðir finnur sjálfur enga lykt og ekkert bragð, mörgum mánuðum eftir sín eigin veikindi. „Mér finnst stundum að ég finni einhverja lykt en það er yfirleitt einhver misskilningur,“ segir hann.

„Það er svo margt glatað við að fá þetta, þannig maður vonar bara að fæstir upplifi þessi miklu veikindi sem geta fylgt þessu,“ segir Víðir.

„En við sjáum það alveg að þó að það sé verið að tala um að enginn sé alvarlegur eða eitthvað er fullt fullt af fólki með talsverð einkenni þó það sé hætt að leggjast inn á sjúkrahús, og að vera með niðurgang í marga dag er ekkert sérstaklega skemtilegt og sá sem upplifir það finnst það örugglega alvarlegt.“