Víðir: „Er þetta ekki komið gott?“ 100 ís­lenskum ferða­löngum bjargað um helgina

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varnar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, fór ekki í graf­götur með skoðanir sínar á því að hundrað Ís­lendingum hafi verið bjargað á ferða­lögum af björgunar­sveitinni um helgina.

Víðir hefur í­trekað beðið al­menning um að ferðast innan­húss en ekki innan­lands á næstu vikum. Hefur Páska­há­tíðin sér­stak­lega verið nefnd þar til sögunnar, enda gjarnan ein af vin­sælli ferða­helgum ársins. Sagði hann meðal annars fyrir helgi að helgin nú gæti verið á­gætis æfing.

Ljóst er að ekki allir fóru eftir til­mælum Víðis og nefndi hann það sér­stak­lega í lok upp­lýsinga­fundar al­manna­varna sem fram fór á sínum stað, klukkan 14:00 í dag.

„Björgunar­sveitir björguðu um það bil 100 Ís­lendingum um helgina. Er þetta ekki komið gott? Eigum við að ekki bara að vera heima? Njótum bara ná­vista við okkar nánustu og verum á­fram góð við hvort annað og höldum á­fram að vera á­byrg," sagði Víðir.

Fleiri fréttir