Víðir: Áfall að þurfa að fara í sóttkví

20. september 2020
12:49
Fréttir & pistlar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það áfall að þurfa að fara í sóttkví. „Það var það, sérstaklega í ljósi þess hversu varlega maður fer og passar sig sérstaklega vel í öllum samskiptum sem maður á við aðila utan sinnar þéttustu grúppu,“ sagði Víðir í samtali við RÚV.

Víðir er einn þríeykisins svokallaða sem leiðir þjóðina í gegnum COVID-19 faraldurinn.

„Ég fékk símhringingu frá smitrakningarteyminu í gærkvöldi um að einstaklingur sem ég var í samskiptum við á fimmtudaginn hafi greinst í gær, sagði Víðir. „Tíminn sem ég dvaldi með þessum einstaklingi var það langur að hann sé innan þeirra marka að ég fari í sóttkví.“ Gætt hafi þó verið að öllum almennum sóttvarnarrástöfunum og fjarlægðin meira en tveir metrar.