Viðar: Þessi skilaboð blöstu við hjá lækninum - „Svona er velferðarkerfið á Íslandi“

Viðar Eggertsson, leikstjóri, leikari og verkefnastjóri hjá Félagi eldri borgara, birti áhugaverða mynd á Facebook-síðu sinni í gær. Myndin er af skilaboðum hanga uppi á biðstofu hjá sérgreinalæknum.

„Svona er velferðarkerfið á Íslandi. Einhliða hækkun á kostnaðarþátttöku sjúklinga tilkynnt með einföldum hætti þeirra sem valdið hafa. Mynd tekin á biðstofu hjá sérgreinalæknum meðan beðið var eftir óhjákvæmilegri þjónustu,“ segir Viðar en í skilaboðunum stendur:

„Athugið. Frá og með 22. Ágúst hækkar komugjald í 5.000 kr., en Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í þeim kostnaði.“

Viðar segir að heimsóknin hafi tekið um 10 mínútur og reikningurinn sundurliðast svona:

Viðtal og skoðun: 7.024 kr.

Álag vegna skoðunar læknis (sic!): 4.390 kr.

SAMTALS: 11.414 kr.

Til frádráttar:

Sjúkratryggingar: 4.566 kr.

Greiðsla sjúklings:

Sjúklingur: 6.848 kr.

Komugjald: 5.000 kr.

SAMTALS: 11.848 kr.