Við getum fegrað heimilin okkar með litunum úr árstíðunum

Inga Bryndís Jónsdóttir fagurkeri og annar af eigendum lífsstíls verslunarinnar Magnolia verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:

Flest okkar höfum ánægju að því fegra heimilin okkar og mynda hlýja og kósý stemningu sem á við fyrir hverja árstíð að hverju sinni. Sjöfn Þórðar heimsækir Ingu Bryndísi Jónsdóttur annan eiganda verslunarinnar Magnolia við Skólavörðustíginn og fær hjá henni áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilin. Hvernig má skreyta og dekka upp borð og leyfa árstíðunum að njóta sín.

Dekkað borð í haustlitunum

Inga Bryndís er mikill fagurkeri og hefur ánægju að því að dekka borð og stílesera inná heimili sínu sem og í versluninni. „Haustfegurðin er engri lík og litirnir í náttúrunni eru svo róandi,“ segir Inga Bryndís og nefnir jafnframt að það þurfi hvorki að vera dýrt né flókið að fegra heimilið með litlum og einföldum hlutum. „Jarðlitirnir eru sígildir og dekkri tónar rata gjarnan inná heimilin á haustin,“ segir Inga Bryndís. Hún nefnir jafnframt að hægt sé að sækja margt úti í náttúrunni til að fegra heimilin, eins og fallegar greinar, ber og fallin laufblöð sem skarta flórunni af fallegum haustlitum. „Kerti hafa líka róandi áhrif og gera mikið fyrir rýmin,“ segir Inga Bryndís og nefnir jafnframt að haustin og veturnir séu skemmtilegustu árstíðirnar til að skreyta innandyra. Fáið áhugaverða innsýn í haust- og vetrarfegurðina fyrir heimilin í þættinum Matur & Heimili.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

M&H Kertin og haustið