Hringbraut skrifar

„við erum öll harmi sleginn“

14. desember 2019
10:32
Fréttir & pistlar

„Við erum öll harmi sleginn yfir þessu hræðilega slysi þegar ungur maður féll í Núpá í Sölvadal. Jafnframt erum við þakklát fyrir hann skuli vera vera fundinn. Hugur okkar er hjá aðstandendum og heimafólki. Aðstæður björgunarfólks voru með þeim erfiðustu sem það hefur tekist á við.“

Þetta segir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksisns um þau sorglegu tíðindi að Leif Magnús Grétars­son Thisland, hafi látist þegar hann fell í Núpá í Sölva­dal í Eyja­firði. Leif Magnús var fæddur í Noregi og átti norska móður og ís­lenskan föður. Leif var sex­tán ára gamall og flutti hingað til lands eftir að móðir hans var myrt í sorglegu sakamáli í Noregi. Jón Gunnrsson hrósar björgunarfólki sem leitaði Leifs í Núpá.

„Eingöngu björgunarfólk með mikið þrek og mikla þjálfun að baki var þess bært að taka þátt í björgunaraðgerðum. Enn og aftur erum við full aðdáunar og þakklætis í garð þessara samborgara okkar sem á ögurstundu er tilbúnir að leggja á sig ómælt erfiði og jafnvel líf sitt að veði í þágu okkar hinna. Við eigum að sameinast um að standa við bakið á þeim og efla björgunarsveitirnar með ráðum og dáð.“