Verslunin brynja hefur ávallt verið lykilverslun á laugaveginum yfir 100 ár

Verslunin Brynja var stofnuð 8. nóvember árið 1919 af Guðmundi Jónssyni, sem var ömmubróðir núverandi eiganda Brynju, Brynjólfs Halldórs Björnssonar.  Brynja fangaði því 100 ára afmæli á nýliðnu ári með pomp og prakt og í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar, Brynjólf og ræðir tilurð og sögu verslunarinnar sem hefur verið í eigu stórfjölskyldunnar meira og minna í 100 ár.  Allt frá byrjun verslunarinnar, rétt eins og nú í dag eru aðal verslunarvörurnar hverskonar járnvörur og verkfæri. 

\"\"

„Árið 1919, á fyrstu árum verslunarinnar var hún staðsett við Laugaveg 24, í sama húsi og Fálkinn. Þegar verslunin hafði verið rekin þar í 10 ár, þá festi Guðmundur Jónsson, þáverandi eigandi hennar, ömmubróðir minn, kaup á húsinu númer 29 við Laugaveg, þar sem Marteinn Einarsson hafði áður verið með sína verslun, en hann reisti stórhýsið þar sem nú er til húsa Kirkjuhúsið,“ segir Brynjólfur sem hefur staðið vaktina í Brynju í áratugi og gerir enn.  Áhugaverður þáttur í kvöld þar sem sagan bak við Brynju er sögð og húsakynnum hennar eru gerð góð skil.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.