Verður nýtt met slegið – minna en 23,7 prósent?

Minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið var í alþingiskosningunum 2009, einungis 23,7 prósent. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir hrunið 2008, sem margir vildu kenna Sjálfstæðisflokknum um að vissu marki þó að sökudólgana hafi einnig verið að finna í Seðlabanka Íslands (raunar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins) og tilvist íslensku krónunnar sem var hvergi gjaldgeng þegar á móti blés.
Úrslitin 2009 skiluðu Sjálfstæðisflokknum 16 þingmönnum, eins og í síðustu kosningum þegar fylgið mældist 25,3 prósent ,sem er næstlakasti árangur flokksins frá upphafi. Í kosningunum 2013 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,7 prósent og 19 þingmenn og 29 prósent2016 og 21 mann kjörinn á þing.
Þessi slæmu kosningaúrslit flokksins hafa öll komið í formannstíð Bjarna Benediktssonar en áður var fylgið jafnan á bilinu 35 til 40prósent. Aðeins einu sinni áður hefur flokkurinn fengið svo slæma kosningu, en það var árið 1987 þegar Sjálfstæðisflokkurinnfékk 27,2 prósent og 18 þingmenn. Albert Guðmundsson klauf sig þá út úr flokknum mánuði fyrir kjördag og bauð fram undir nafni Borgaraflokksins sem náði um 11prósenta fylgi á nokkrum vikum.
Eitt af fjölmörgu sem verður spennandi að fylgjast með í kosningunum er hvort fylgiSjálfstæðisflokksins nær yfir 23,7 prósentamörkin eða hvort afrakstur rándýrrar kosningabaráttu verður svo rýr að fylgið fariniður fyrir þennan lakasta árangur sjálfstæðismanna í Íslandssögunni.
Því er spáð hér að metið falli ekki og að fylgi Sjálfstæðisflokksins verði vel yfir þessum mörkum.
- Ólafur Arnarson