Veislubakkinn fyrir föstudaginn langa – matur og munúð

Í þætti kvöldsins bregður Sjöfn Þórðar sér í eldhúsið til Helga Sverrissonar, eiganda og yfirkokksins á veitingahúsinu 20&SJÖ mathús & bar. Helgi er annálaður nautnaseggur og þekktur fyrir skemmtilega útfærslu í matargerðinni þar sem réttirnir eru bornir fram á litríkan og frumlegan hátt og brögðin lyfta matreiðslunni upp á hæstu hæðir. Þegar kemur að páskahátíðinni, sem sumir kalla matarhátíðina miklu, er Helgi í essinu sínu í matargerðinni. Hann heldur í ákveðnar í hefðir og venjur þegar kemur að matargerðin og leggur mikið upp úr lifandi og skemmtilegu borðhaldi með vinum og fjölskyldu.

FB-Ernir220331-Helgi-03.jpg

Helgi segir að fjölskyldan sé fastheldin á hefðir og siði á páskunum. „Við borðum alltaf páskalamb á páskadag en höfum ávallt fiskmeti á föstudaginn langa. Um árabil höfum við gjarna haldið partí á föstudaginn langa, boðið nokkrum góðum vinum í mat og borið fram stóran matarplatta þar sem grunnhráefnið er fiskur; lúða og saltfiskur. Við viljum líka hafa mikið af fersku grænmeti með fiskinum því að páskarnir eru líka svolítil vorhátíð í okkar huga.“

FB-Ernir220331-Helgi-09.jpg

Helgi framreiðir þennan ljúffenga veisluplatta sem hann ætlar að vera með á föstudaginn langa fyrir Sjöfn og sýnir henni rétti trixin við samsetninguna. Á föstudaginn langa er fiskur meginhráefnið og kjöti er alveg sleppt. „Það er gaman að sitja með góðum vinum og deila matnum sem er á plattanum. Þetta er líka þægilegt og í raun einfalt í samsetningu,“ segir Helgi.

Matur og munúð framundan í þættinum Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 í kvöld og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot í þætti kvöldsins hér: