Varð vitni að undar­legri at­höfn á Úlfarsár­felli

23. nóvember 2020
14:15
Fréttir & pistlar

María Baldurs­dóttir virðist hafa orðið vitni að undar­legri at­höfn á Úlfarsár­felli í gær en þar sá hún hóp fólks með risa­vaxinn kross sem það bar á herðum sér upp fjallið.

María deilir myndum og mynd­bandi af vett­vangi á Face­book síðunni sinni. Þar spyr hún hvort komnir séu páskar. Jún segist hafa séð tvær stelpur með krossinn. Önnur þeirra hafi gengið með hann niður.

„Þegar ég kom niður af fjallinu var hópur þar að fá sér nesti og krossinn lá upp við hliðina á þeim,“ segir hún. „Mér dettur helst í hug að um lista­gjörning sé að ræða eða ein­hvers­konar verk­efni.“

Úlfarsfellið í dag Eru komnir páskar!

Posted by María Baldursdóttir on Sunday, 22 November 2020