„Var sagt að snúa upp á hálsinn á honum og henda honum í ruslið"

4. júlí 2020
22:44
Fréttir & pistlar

Tveir menn ráku augun í lítinn tjald æða yfir götu á Eiðsgranda í dag.

Fuglinn var að reyna að taka á flug en hann gat það ekki þar sem hann var fótbrotinn.

Tjaldurinn var á miðri götunni og munaði mjóu að hann hafi lent fyrir nokkrum bílum. Annar mannanna tók fuglinn inn í bíl og þeir hringdu í neyðarlínuna.

Neyðarlínan sagði þeim að hringja í Reykjavíkurborg.

Mennirnir gerðu það en fengu þær ráðleggingar hjá Reykjavíkurborg að snúa upp á hálsinn á honum og henda honum í ruslið.

Mennirnir fóru ekki að þeim ráðum og tók annar þeirra fuglinn með sér heim. Tjaldurinn er nú kominn í góðar hendur en maður sem hefur mikla reynslu í að annast fugla tók hann að sér.