Var nærri tvær klukkustundir til Reykjavíkur frá Leifsstöð: „Er þetta ekki komið út í hreint djók“

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er ekki par sáttur við þá þjónustu sem hann fékk þegar hann tók flugrútuna til Reykjavíkur frá Leifsstöð og kallar eftir því að þjónustan verði bætt svo að hvatinn til þess að nýta almenningssamgöngur frá flugvellinum verði meiri.

Hallgrímur segir í færslu sem hann deilir á Facebook frá því að ferðin frá Leifsstöð hafi tekið hann tæpar tvær klukkustundir, fyrir utan hálftíma biðina áður en hún lagði af stað, og þar með talið talið stopp þar sem farþegar biðu í sjö mínútur á meðan farþegar á leið á hótel í Kópavogi leituðu að farangrinum sínum.

„Er þetta ekki komið út í hreint djók,“ spyr Hallgrímur og bendir á að frá því að hann fór í lestina í Odense og steig út á Kastrup var styttri en þess má geta að á þar á milli eru 164 kílómetrar en á milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar um 43 kílómetrar.

„Á meðan rútusamgöngurnar okkar eru í ruglinu er Miðnesheiðin að breytast í stærsta bílastæði veraldar. Allt vegna þess að rútubílasmákóngar og óþekktir bílastæðabarónar þurfa að græða (allt er þetta einkarekið). Svona mun þetta halda áfram þar til langtímastæðið nær alla leið í Hvassahraun. Nema yfirvöld taki í taumana og gangi í þetta mikla umhverfis- og skipulagsmál. Nóg er nú flugviskubitið samt,“ segir Hallgrímur í færslunni.

Fleiri fréttir