Var á klósettinu þegar hann komst að því að hann hafði unnið 62 milljónir

Það var heldur betur kátur vinnings­hafi sem kom í Laugar­dalinn í vikunni með vinnings­miðann úr sunnu­dags­seðli Get­rauna. Miðinn færði honum 62 skatt­frjálsar milljónir í vinning og er það stærsti vinningur í get­raunum sem komið hefur til Ís­lands.

„Vinnings­hafinn tekur þátt í get­raunum í hverri viku, velur táknin venju­lega sjálfur með mis­jöfnum árangri, og styrkir í leiðinni sitt í­þrótta­fé­lag. Í þetta skiptið leist honum ekkert á seðilinn og á­kvað því að taka sjálf­val með þessum stór­kost­lega árangri,“ segir í til­kynningu frá Get­raunum.

„Svo vildi til að vinnings­hafinn var staddur í lax­veiði og hafði brugðið sér á klósettið. Hann var inni á klósettinu með símann og miðann góða og datt í hug að kanna úr­slit helgarinnar. Þar komst hann að því að hann var einn með 13 rétta og hafði hirt allan pottinn. Það var víst lítið veitt næstu daga. Ís­lenskar Get­raunir óska vinnings­hafanum inni­lega til hamingju með vinninginn.“