Var brugðið þegar hún sá þetta í krossgátu sjö ára sonar síns: „Er ekki í lagi?“

Grunnskólakennarinn Maryam Holton greindi frá ansi áhugaverðu máli á samfélagmiðlinum Twitter í gærkvöldi.

Málið varðar krossgátubók sem sjö ára sonur Maryam var að dunda sér við. Í einni gátunni er beðið um orð sem byrjar á bókstafnum N og er fimm stafir að lengd. Vísbendingin er: „svertingja“.

Hægt er að leiða líkur að því að oriðið sem óskað sé eftir sé N-orðið umdeilda sem notað hefur verið á niðrandi og hatrammann hátt í garð svartra í gegn um tíðina.

„7 ára sonur minn var að svara krossgátu í vor og mér var mjög brugðið þegar ég sá orðið sem vantaði í krossgátuna.“ skrifar Maryam.

Málinu er þó ekki lokið þar, en hún sendi ábendingu á Barnagátur í tölvupósti. „Ég sendi ábendingu á Barnagátur og fékk þetta svar í dag. Er ekki í lagi?“ skrifar hún og birtir svarið sem hún fékk, en það kom henni í opna skjöldu.

„Daginn, þetta er reyndar gömul gáta og þá ver þetta bara orðalagið á þeim tíma.

Við tökum tillit til þess og notum hana ekki aftur...

En hvað finnst þér þá um orðið „hvítingja“ (white trash)? Sem blökkumenn nota ansi oft um okkur?“

Þess má geta að umrædd krossgátubók virðist hafa verið frá því í fyrra.