Val­gerður segir meint ofbeldi hafa verið sáttafaðmlag: Ásökunin tengist MeToo

Valgerður Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, telur að ásakanir Sigríðar Sigurðardóttir, kirkjuvörður tengjast kynjaðri valdabaráttu innan kirkjunnar.

Sigríður sakaði hana um andlegt- og líkamlegt ofbeldi með annarri manneskju í samtali við Fréttablaðið en Valgerður segir að um hafi verið að ræða faðmlag eftir að hafa náð sáttum.

Valgerður ræddi við Útvarp Sögu í vikunni þar sem hún sagði að eftir skoðanaskipti um störf innan kirkjunnar málinu hafi verið lokið hafi þær fallist í faðma í sáttaskyni í vitni annars starfsmanns.

Þá veltir Valgerður upp hugmyndinni að ásakanirnar tengist viljayfirlýsingu sóknarnefndarinnar að fá séra Gunnar Sigurjónsson aftur til starfa. Gunnari var vikið frá störfum eftir að hafa áreitt sex konur en Valgerður hefur talað fyrir því að Gunnar fái að snúa aftur.

Valgerður kemur inn á að það sé söknuður innan hóps sóknarbarna Digraneskirkju af Gunnari sem sóknapresti og að það sé engin niðurstaða komin í málið.