Út­varps­stjóri tjáir sig á­hrif Sam­herja­málsins á starfs­fólk: „For­dæma­lausar á­rásir á Helga Seljan“

„Ég dreg enga fjöður yfir að þau stóru mál sem okkar fólk hefur fjallað um að undan­förnu hafa reynst starfs­fólki erfið. Ekki síst for­dæma­lausar á­rásir á Helga Seljan vegna um­fjöllunar um mál­efni Sam­herja,“ segir Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri RÚV í sam­tali við Frétta­blaðið um hóp þeirra frétta- og dag­skrár­gerðar­fólks sem hafa hætt störfum hjá RÚV undan­farið.

Helgi Seljan, rann­sóknar­blaða­maður í Kveik, nú síðast í fyrra­dag. Við­bragð Sam­herja í kjöl­far Namibíu­málsins, að fara í á­róðurs­her­ferð gegn Helga og RÚV, hafði nei­kvæð á­hrif á frétta­menn RÚV, að sögn út­varps­stjóra.

„Það er ljóst að þetta var nýtt fyrir okkur öllum, enginn sá fyrir hvers konar brjál­æði skapaðist,“ segir Helgi, spurður hvort skortur á stuðningi innan RÚV eftir Namibíu­mál Sam­herja hafi haft á­hrif á þá á­kvörðun hans að segja skilið við Ríkis­út­varpið. „Auð­vitað hefði verið hægt að taka öðru­vísi og betur á málum þegar á­rásir Sam­herja hófust. Það er hins vegar eitt­hvað sem ég held að allir hafi lært af,“ segir Helgi.

Hann segist þó kveðja RÚV hvorki beiskur né bitur. „Ég vona að RÚV eins og allir aðrir fjöl­miðlar standi betur í lappirnar ef eitt­hvað sam­bæri­legt gerist á ný.“

Hægt er að lesa við­talið hér.