Úr­súla segist sorg­mædd og reið: „Mann­vonska af versta tagi“

Úr­súla Jünemann kennari og fyrrum fram­bjóðandi Í­búa­hreyfingarinnar og Pírata í Mos­fells­bæ er allt annað en sátt með Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra.

„Ég er sorg­mædd og mjög reið. Svo skelfi­lega mikil neyð er í heiminum. Lofts­lags­vá er farin að bitna á fá­tækum þjóðum þar sem fólk hefur ekki lengur von um sóma­sam­legt líf. Stríð í mörgum löndum rekur fólk burt frá sínum heima­högum. Ríku löndin græða á tá og fingri á vopna­sölunni. Vatns­skortur og hækkandi hiti eru á land­svæðum sem bjóða ekki lengur upp á ræktun og næga upp­skeru,“ skrifar Úr­súla í Frétta­blaðið í dag.

„Fólk neyðist til að yfir­gefa fóstur­jörðina til að geta lifað af. Og við í ríku löndunum erum að mestu leyti að valda því með okkar gegndar­lausu rán­yrkju og ofur­neyslu. Svo er harð­stjórn í mörgum löndum þar sem menn eru of­sóttir fyrir það að vera gagn­rýnir og láta ekki allt yfir sig ganga. Eða ein­fald­lega að vera með önnur trúar­brögð, kyn­hneigð eða í minni­hluta­þjóð­flokki,“ bætir hún við.

Hún bætir við að á Ís­landi er gott að lifa. „Að vísu hafa sumir það ekki of gott. En ef við hugsum okkur að auð­stéttin myndi gefa eitt­hvað af öllum þessum milljörðum sem menn hafa sankað að sér í við­bjóðs­legri græðgi þá gætu allir – jafn­vel veikir, fatlaðir og aldraðir – haft það betra.“

„Nú sitjum við uppi með dóms­mála­ráð­herra – þann versta í langan tíma – sem vill vísa hundruðum af er­lendu flótta­fólki miskunnar­laust úr landi. Margt af því hefur verið hér í þó nokkurn tíma, fest rætur, byrjað að læra tungu­málið, unnið fyrir sér og eignast jafn­vel börn. Hvers vegna fær þetta fólk ekki að búa hér? Það vantar jú fullt af vinnandi fólki í störf sem fáir Ís­lendingar kæra sig um. Hvað býr á bak við þessa fá­rán­legu á­kvörðun að senda hundruð manna til Grikk­lands þar sem fram­tíðin er svört í ó­mögu­legum flótta­manna­búðum?“

„Hér er nógu mikið pláss, næg vinna í boði og fram­tíðin við­unandi. Jón Gunnars­son, þetta er mann­vonska af versta tagi. Það þýðir ekkert að skýla sér bak við ein­hver ólög sem þú sjálfur eða þinn flokkur hefur komið á,“ skrifar Úr­súla að lokum.