Upp­nám í Borgar­holts­skóla: Sex nem­endur á slysa­deild

13. janúar 2021
13:47
Fréttir & pistlar

Sex nem­endur í Borgar­holts­skóla voru fluttir á slysa­deild eftir árás í skólanum skömmu eftir há­degið. Vísir greinir frá þessu en Elín Agnes Kristínar­dóttir, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn á höfuð­borgar­svæðinu, hafði ekki frekari upp­lýsingar um líðan nem­endanna.

Vísir greindi fyrst frá því að maður, vopnaður hafna­bolta­kylfu og hníf, hafi mætt í skólann og ráðist á nemanda. Elín segir við Vísi að hún viti ekki hvort hnífi hafi verið beitt.

Frétta­blaðið greinir frá því að sér­sveitin hafi verið kölluð út vegna málsins á­samt lög­reglu og sjúkra­bílum. Þá hefur Frétta­blaðið eftir Val­garði Val­garðs­syni aðal­varð­stjóra að enginn sé al­var­lega slasaður.

Maðurinn var hand­tekinn af lög­reglu og er rann­sókn málsins á frum­stigi. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.