Upplifðu The Coocoo´s Nest heima

Það hefur vart farið framhjá neinum að veitingahús borgarinnar hafa þurft að aðlaga sig breyttum venjum viðskiptavina og sóttvarnarreglum í ljósi Covid 19 faraldursins. Sælkerafjölskyldan og eigendur The Coocoo´s Nest eru einn þeirra veitingastaða sem hafa aðlagað sig nýjum veruleika og breyttum og gert sitt til að bjóða fjölskyldum að njóta skemmtilegra sælkera stunda heima við eða á staðnum. „Það getur vissulega verið erfitt fyrir veitingamenn að endurskapa sig daglega með nýjungum og tilboðum en við erum bara öll að reyna okkar besta í veitingageiranum til þess að lifa þetta tímabil af,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir rekstarstjóri og annar eiganda The Coocoo´s Nest

_DSC2668.jpg

Bakaðar súrdeigspizzur og Graskers-ravioli með salvíusmjörsósu sem bráðnar í munni, eldað heima

Staðurinn hefur verið þekktur fyrir súrdeigsbrauðin sín og hinn ómótstæðilega rétt, Graskers-ravioli-ið sem enginn stenst. Nú er hægt að töfra fram dýrindis máltíð að hætti kokksins heima með fjölskyldunni. „Í augnablikinu erum við að bjóða uppá súrdeigspizzu deig, alls kyns girnilegar sósur í krukkum og einnig Graskers-ravioli með salvíu-smjörsósu, parmesan & salati frá Vaxa. Svo er auðvitað hægt að fá allar veitingarnar okkar með sér heim eða njóta hjá okkur. Bara það sem hentar hverjum og einum.“

_DSC2732.jpg

Graskers - Raviolið sem hægt er að fá heim.

„Það þarf oft ekki mikinn fyrirvara en gott að panta fyrirfram til að tryggja sér það sem manni langar í,“ segir Íris Ann og tekur jafnframt fram að undirtektir hafa verið fínar. „Ég held að fólk kunni að meta það sem við leggjum á mörkum og okkar fastakúnnar vilja styðja við okkur,“ segir Íris Ann að lokum.

_DSC2683.jpg

Sósurnar eru frægar fyrir sín dásamlegu brögð sem eru engu lík.

ástríðan við völd

Myndir Íris Ann Sigurðardóttir

Til fróðleiks fyrir áhugasama þá er veitingastaðurinn The Coocoo´s Nest staðsettur út á Grandagarði 23.