Unnur Eggerts fær óþolandi spurningar: „Fokk off“

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir á von á barni ásamt unnusta sínum, Travis, eins og greint var frá fyrir skemmstu. Unnur hefur verið með mörg járn í eldinum að undanförnu og var hún til dæmis kosningastjóri VG í Reykjavík fyrir kosningarnar í september.

Unnur er virk á Twitter þar sem hún lætur oft gamminn geisa. Í færslu í gær benti hún á ákveðið atriði sem vafalítið margar konur kannast við – það er spurningaflóðið sem stundum fylgir því að eiga von á barni.

„Ekki hálfnuð með meðgönguna en það er samt búið að: - segja að ég veikluleg - spurja hvort ég sé ekki að borða of mikið ('þarft bara 300 auka kaloriur á dag sko') - segja að kúlan mín sé of lítil. Ég er too hormonal fyrir þetta, fokk off.“

Unnur virðist ekki ein um þetta ef marka má athugasemdir við færsluna.

„Óþolandi hluti af meðgöngu að þurfa að hlusta á svona athugasemdir, virðist engin kona sleppa ugh,“ segir til dæmis í einni athugasemd. Þá bætir önnur kona við: „Þú getur beðið spennt eftir: Haaa? Hætt að vinna? STRAX? Fékk að heyra á báðum meðgöngum, alltaf frá konum.“