Unnt að mynda miðjustjórn samkvæmt nýrri könnun

Í umfangsmikilli skoðanakönnun Maskínu fyrir Vísi, sem meira en 2.000 kjósendur tóku þátt í, kemur fram að hvorki Miðflokkurinnné Flokkur fólksins kæmi mönnum á þing. Unnt væri að mynda miðjustjórn með 33 þingmenn á bak við sig. Þá gæti núverandi ríkisstjórn starfað áfram, einnig með 33 menn á bak við sig. Sósíalistaflokkur Gunnars Smára fengi fimm menn kjörna á Alþingi.
Samkvæmt framansögðu væri það í höndum Framsóknarflokksins hvort núverandi ríkisstjórn starfaði áfram eða  mynduð yrði miðjustjórn, væntanlega undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar. Þetta yrði ríkisstjórn fjögurra flokka: Framsóknar, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata.
Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23,9 prósent og 16 þingmenn, Vinstri græn fengju 12,5 prósentog 9 menn kjörna, Samfylkingin er með 12,3prósent og 9 menn, Viðreisn fengi 11,7prósent og 8 menn eins og Framsókn sem fengi 11,5 prósenta fylgi, Með 11,2 prósent fengju Píratar einnig 8 menn kjörna. Sósíalistaflokkur Gunnars Smára hlyti 7,9prósenta fylgi, samkvæmt könnun Maskínu,og 5 menn kjörna.
Miðflokkur fengi 4,5 prósent eins og Flokkur Fólksins og hvorugur flokkanna kæmi fulltrúaá þing.
Ljóst er að allt stefnir í að Framsóknarflokkurinn verði eftir kosningarnar í nákvæmlega þeirri lykilstöðu sem Jónas frá Hriflu sá fyrir sér þegar hann gekkst fyrir stofnun flokksins fyrir 105 árum; nær ómögulegt yrði að mynda ríkisstjórn án hans, hvort sem það yrði til hægri eða vinstri.
Framsókn reyndar í enn sterkari stöðu nú en Hriflu-Jónas sá nokkurn tíma fyrir sér. Nú þarf flokkurinn ekki að velja á milli vinstri og hægri – loksins getur hann orðið burðarás miðjustjórnar á Íslandi. Fyrir miðjuflokk eins og Framsóknarflokkinn er slíkt tækifæri ómetanlegt. Ekki þarf þá að gera málamiðlanir við jaðarflokka stjórnmálanna heldur geta miðjuflokkarnir sameinast um heilsteypta stefnu í þágu almannahags og án tillits til jaðarsjónarmiða.

Ólafur Arnarson