Undrast smekkfulla Kynnisferðarútu með óskimuðum ferðamönnum

Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á Stundinni, lýsir sérstakri upplifun sinni við komuna til Íslands í vikunni. Rétt er að geta þess að Jóhann Páll kom til landsins frá Bretlandi síðastliðinn miðvikudag áður en að hertar aðgerðir yfirvalda gegn kórónuveirufaraldrinum voru kynntar.

Ytra var Jóhann Páll orðinn vanur stífum varúðarráðstöfunum en upplifunin var sú ekki sama hérlendis.

JPJ.jpg

„Eftir margra klukkustunda grímuburð, stöðuga sprittun og aðrar varúðarráðstafanir [...] að setjast svo upp í smekkfulla Kynnisferðarútu í Keflavík þar sem ekki voru gerðar kröfur um grímunotkun, engar brýningar um social distancing eða auð sæti milli ótengdra aðila, innan um helling af túristum frá t.d. Þýskalandi sem þurfa ekki að fara í skimun þótt þar hafi verið að greinast hátt í þúsund smit á dag síðustu helgi,“ skrifar Jóhann Páll.

Að mati blaðamannsins voru Íslendingar greinilega orðnir of værukærir í baráttunni gegn veirunni.